Málefni:
Brúarlán
Vegna faraldursins standa mörg fyrirtæki frammi fyrir miklu tímabundnu tekjufalli og lausafjárvanda. Því er veitt ríkisábyrgð á hluta viðbótarlána sem lánastofnanir veita fyrirtækjum.
Fyrir hverja?
Markmið kerfisins er að styðja við fyrirtæki sem verða fyrir verulegum áhrifum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og viðbragða stjórnvalda vegna faraldursins. Ábyrgðirnar eru liður í því að viðhalda sem hæstu atvinnustigi og halda fjölbreytni í atvinnulífi.
Hvaða skilyrði eru?
Að þeir sem sækja um séu fyrirtæki (lögaðilar), eða eftir atvikum einstaklingar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, og bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi
Verulegt og ófyrirséð tekjutap vegna kórónuveirunnar
Launakostnaður er að minnsta kosti 25% af heildarútgjöldum síðasta árs
Viðbótarlánveiting sé mikilvæg forsenda þess að fyrirtækið geti viðhaldið rekstrarhæfi þrátt fyrir tímabundið tekjutap
Frekari skilyrði er að finna í samningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Seðlabanka Íslands um framkvæmd á veitingu ábyrgðanna.
Hvar er sótt um?
Sótt er um viðbótarlán/brúarlán hjá lánastofnunum. Nánar upplýsingar má finna á vefsíðum lánastofnanna.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng