Brúarlán
Fyrir hverja?
Markmið kerfisins er að styðja við fyrirtæki sem verða fyrir verulegum áhrifum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og viðbragða stjórnvalda vegna faraldursins. Ábyrgðirnar eru liður í því að viðhalda sem hæstu atvinnustigi og halda fjölbreytni í atvinnulífi.
Hvaða skilyrði eru?
Að þeir sem sækja um séu fyrirtæki (lögaðilar), eða eftir atvikum einstaklingar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, og bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi
Verulegt og ófyrirséð tekjutap vegna kórónuveirunnar
Launakostnaður er að minnsta kosti 25% af heildarútgjöldum síðasta árs
Viðbótarlánveiting sé mikilvæg forsenda þess að fyrirtækið geti viðhaldið rekstrarhæfi þrátt fyrir tímabundið tekjutap
Frekari skilyrði er að finna í samningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Seðlabanka Íslands um framkvæmd á veitingu ábyrgðanna.
Hvar er sótt um?
Sótt er um viðbótarlán/brúarlán hjá lánastofnunum. Nánar upplýsingar má finna á vefsíðum lánastofnanna.