Fara beint í efnið

Brottfall samnings um skipta búsetu barns

Tilkynning um brottfall skiptrar búsetu barns

Ef annað foreldrið, eða bæði, telja forsendur brostnar fyrir skiptri búsetu, senda þau um það tilkynningu til sýslumanns. Sýslumaður býður þeim leiðbeiningar vegna brottfalls skiptrar búsetu. Sýslumaður getur einnig boðið foreldrum þjónustu sérfræðings í málefnum barna. Eyðublað fyrir tilkynningu um brottfall skiptrar búsetu er á vefsíðu sýslumanna.

Sýslumaður staðfestir að skipt búseta hafi fallið niður. Tilkynning um það er send Þjóðskrá Íslands.

Eftir brottfall samnings um skipta búsetu, er barnið áfram með lögheimili hjá því foreldri sem það hefur skráð lögheimili hjá, nema foreldrar séu sammála um annað. Skráning á búsetuheimili í þjóðskrá fellur niður.

Samningur um skipta búsetu fellur úr gildi ef:

  • annað foreldri flytur úr landi

  • annað foreldri höfðar dómsmál á hendur hinu um forsjá eða lögheimili barnsins

  • foreldrar sem eru skilin að borði og sæng taka upp sambúð að nýju

Eftir að skipt búseta hefur fallið úr gildi, þurfa foreldrar að taka afstöðu til framfærslu og umgengni. Foreldrar geta gert samninga og óskað staðfestingar hjá sýslumanni og geta einnig óskað úrskurðar sýslumanns. Fyrri samningar eða aðrar ákvarðanir sem höfðu fallið niður við skipta búsetu, rakna ekki sjálfkrafa við ef skipt búseta fellur niður.

Tilkynning um brottfall skiptrar búsetu barns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn