Lán Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má stytta eða lengja í 5, 10, 15, 20, 25, 30 eða 35 ár. Tekin er þóknun þegar um er að ræða styttingu á láni með ákvæði um uppgreiðslugjald. Lán þurfa að vera í fullum skilum til að lenging eða stytting lánstíma geti farið fram.
Fylgigögn
Upplýsingar um nauðsynleg gögn vegna umsóknar um breytingu á lánstíma. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari gögnum reynist það nauðsynlegt.