Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Beiðni um úrskurð vegna utanlandsferðar barns

Beiðni um úrskurð um utanlandsferð barns

Óheimilt er að fara með barn úr landi nema báðir forsjáraðilar þess samþykki ferðalagið. 

Ef foreldra, sem fara sameiginlega með forsjá barns, greinir á um utanlandsferð barns úrskurðar sýslumaður, að kröfu foreldris, um rétt til að fara í ferðalag með barn úr landi.  Er það gert til að tryggja að ekki verði brotið á réttindum barnsins til að eiga möguleika á þátttöku í skipulögðu fríi eða ferðalagi til útlanda með öðru forsjárforeldri sínu.

Við úrlausn máls skal meðal annars líta til tilgangs ferðar, tímalengdar og áhrifa á umgengni. Þegar metinn er tilgangur ferðar er gert ráð fyrir að sérstaklega verði metið hvort álitin er hætta á að ekki verði snúið með barnið aftur til baka.

Málsmeðferð

Þegar beiðni berst sýslumanni er hún kynnt hinu forsjárforeldrinu og því gefinn kostur á að greina frá afstöðu sinni. Báðir aðilar geta óskað eftir viðtali við fulltrúa sýslumanns vegna málsins. Náist ekki samkomulag kveður sýslumaður upp úrskurð og beiðnin er annaðhvort samþykkt eða henni hafnað. 

Málsmeðferð getur tekið fjórar vikur eða lengri tíma þar sem atvik geta verið ólík. Ekki er víst að hægt sé að úrskurða í máli fyrir áætlaða ferð barnsins. Skortur á nauðsynlegum og umbeðnum gögnum og upplýsingum geta tafið meðferð málsins. 

Beiðninni þarf að fylgja forsjárvottorð.

Kæruréttur

Heimilt er að kæra úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins innan tveggja mánaða frá dagsetningu hans. Niðurstaða sýslumanns stendur óbreytt á meðan kæra er til meðferðar innan ráðuneytisins, nema sérstaklega sé kveðið á um annað í úrskurðinum.

Flutningur barns til útlanda

Ágreiningur um ferðalög til útlanda þykir allt annars eðlis en ágreiningur um að barn flytji til annars lands. Ef lögheimilisforeldri vill flytja með barn úr landi án samþykkis hins foreldrisins þykir rétt að dómstólar leysi þann ágreining sem myndi þá kalla á dóm um fyrirkomulag forsjárinnar. 

Lesa nánar um ólögmætt brottnám barna á vef dómsmálaráðuneytisins.

Nálgast má gátlista vegna utanlandsferða á síðu utanríkis
Gátlisti borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér

Beiðni um úrskurð um utanlandsferð barns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn