Fara beint í efnið

Almennt um lögráðamenn

Beiðni um samþykki yfirlögráðanda

Lögráðamenn barna undir 18 ára aldri

Lögráðamenn barna eru forsjáraðilar þeirra og ráða persónulegum högum þeirra. Þetta eru í flestum tilfellum foreldrar barnanna eða forráðamenn.

Ef barn á eignir að verðmæti 1.000.000 krónur eða meira, þarf lögráðamaður þess að skila skýrslu til sýslumanns:

  • fyrir 1. mars ár hvert, ef lögráðamaður er líka foreldri barnsins

  • fyrir 1. apríl ár hvert, ef lögráðamaðurinn er skipaður af sýslumanni

Í skýrslunni á að taka fram helstu ákvarðanir um eignir barnsins sem teknar voru á liðnu ári.

Skýrsla um fjárhald, fyllist út af lögráðamanni eða ráðsmanni

Lögráðamenn einstaklinga sem hafa verið sviptir lögræði

Ef einstaklingur er sviptur sjálfræði, fjárræði eða hvoru tveggja með dómsúrskurði færast lögráðin til sýslumanns sem skipar viðkomandi lögráðamann.

Hinn ólögráða getur óskað eftir því að tiltekinn aðili verði skipaður lögráðamaður hans, en annars er lögráðamaðurinn valinn í samráði við hinn ólögráða og er þá oft starfandi lögmaður. 

Ráðstöfun eigna ófjárráða 

Eignir hins ófjárráða á að varðveita tryggilega og ávaxta eins og best er á hverjum tíma. Lögráðamanni ber að halda fjármunum skjólstæðings síns aðgreindum frá eigin fjármunum. 

Eignir ófjárráða einstaklings sem eru að verðmæti meira en 1.206.710 kr. skulu varðveittar og ávaxtaðar í samráði við sýslumann. 

Lögráðamaður þarf samþykki sýslumanns til allra meiriháttar eða óvenjulegra ráðstafana á fjármunum hins ófjárráða, til dæmis:

  • Greiðslu kostnaðar af framfærslu eða námi

  • Kaups eða sölu fasteignar, loftfara, skipa eða ökutækja

  • Leigusamnings um fasteign hins ófjárráða

  • Veðsetningu eigna

Beiðni lögráðamanns um samþykki sýslumanns vegna ráðstafana á eignum ófjárráða skjólstæðings, þarf að senda sýslumanni á þar til gerðu eyðublaði.

Skyldur skipaðs lögráðamanns

Lögráðamanni ber að haga störfum sínum í þágu hins ólögráða eins og best hentar hag hans hverju sinni. Lögráðamaður skal hafa samráð við hinn ólögráða um framkvæmd starfa síns, eftir því sem við verður komið, nema um minni háttar ákvarðanir sé að ræða.

Ef einstaklingur hefur verið sviptur sjálfræði
Lögráðamaður sjálfræðissvipts einstaklings hefur heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hans sem hann er ófær um að taka sjálfur. Ákvörðunin er bindandi eins og hinn sjálfræðissvipti hefði gert hana sjálfur. 

Lögráðamaður aðila sem hefur verið sviptur sjálfræði þarf að skila skýrslu um skjólstæðing sinn til sýslumanns á 12 mánaða fresti.

Ef einstaklingur hefur verið sviptur fjárræði
Lögráðamaður ófjárráða einstaklings ræður yfir fé hans, nema lög segi til um annað. 

Lögráðamaður hins fjárræðissvipta þarf að skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. apríl ár hvert, þar sem fram koma helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðingsins sem teknar voru á liðnu ári. 

Þóknun skipaðs lögráðamanns

Sýslumaður ákveður upphæð þóknunar til skipaðs lögráðamanns með tilliti til eðlis og umfangs starfsins. Ef skipaður lögráðamaður er nákominn ættingi hins lögræðissvipta, er honum að jafnaði ekki greidd þóknun. 

Oftast er það hinn ólögráða sem greiðir þóknunina en í undantekningar-tilfellum er þóknunin greidd úr ríkissjóði.

Lesa má nánar um reglur vegna þóknunar og útlagðs kostnaðar skipaðra lögráðamanna hér.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast beiðni um samþykki á pdf formi hér

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast skýrslu um fjárhald á pdf formi hér

Beiðni um samþykki yfirlögráðanda

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15