Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Beiðni um lækkun eða niðurfellingu aukins meðlags

Beiðni um niðurfellingu eða lækkun aukins meðlags

Aukið meðlag er það meðlag kallað sem er hærra en lágmarksmeðlag eða einfalt meðlag. 

Hægt er að sækja um til sýslumanns að aukið meðlag verði lækkað. Ekki er hægt að fara fram á að meðlag verði lægra en einfalt meðlag.

Foreldrar geta samið um að lækka meðlag með barni. Foreldrar sem eru sammála um lækkun meðlags útbúa nýjan meðlagssamning og óska eftir að sýslumaður staðfesti hann svo hann verði gildur.

Ferlið

Meðlagsgreiðandi fyllir út beiðni um lækkun eða niðurfellingu aukins meðlags. 

Þegar sýslumaður hefur móttekið beiðnina er hún kynnt hinu foreldrinu. Ef enginn ágreiningur er um beiðnina er kominn á nýr samningur sem sýslumaður staðfestir. 

Í ágreiningsmálum úrskurðar sýslumaður út frá þörfum barnsins og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra. Meðlagsgreiðanda er þá boðið að leggja fram greinargerð og gögn um fjárhag og félagslega stöðu. Úrskurður er sendur með rekjanlegu bréfi til beggja foreldra.

Almennt verður samningi, úrskurði eða dómi ekki breytt aftur í tímann heldur miðast breytingin við þann dag er krafan er sett fram eða síðara tímamark. 

Kærufrestur

Kæruheimild er 2 mánuðir. 

Beiðni um niðurfellingu eða lækkun aukins meðlags

Þjónustuaðili

Sýslu­menn