Fara beint í efnið

Akstur og bifreiðar

Aukin ökuréttindi og meirapróf

Sækja um ökuskírteini

Með auknum ökuréttindum er átt við réttindi til aksturs bifreiða umfram það sem fellur undir fyrsta bílpróf (B-flokkur)

Lista yfir ökuréttindaflokka má finna hér.

Ef þú ætlar að taka meirapróf þarf að skila umsókn um ökuskírteini til sýslumanns.

Kostnaður

Ökuskírteini kostar 8.000 krónur.

Ferlið

Umsóknarform

Skila þarf inn einu umsóknarblað fyrir hvert próf sem þú ætlar að taka. Ef þú prentar blaðið heima er best að fylla út almennu upplýsingarnar fyrst, prenta út þau eintök sem þú þarft og skrifa svo undir og merkja við einn flokk á hverju blaði.

Velja þarf ökukennara og ökuskóla áður en þú skilar umsókninni.

Ef þú ætlar að taka nám til atvinnuréttinda þarftu að merkja við Ba, C1a, Ca, D1a eða Da.

Ef þú uppfyllir öll skilyrði fyrir meirapróf sendir sýslumaður próftökuheimild fyrir þig til Frumherja.

Fylgigögn

Læknisvottorð frá heimilislækni þarf að fylgja umsókninni (nema fyrir BE kerrupróf).

Skráning í próf

Þú skráir þig í prófin á heimasíðu Frumherja. Í lok prófs færð þú staðfestingu á að þú hafir náð prófinu. Ef þú kemur með hana til Sýslumanns geturðu fengið akstursheimild til bráðabirgða.

Útgáfa skírteinis

Sýslumaður fær staðfestingu frá Frumherja á öllum prófum eftir nokkra daga. Þegar öll próf sem þú sóttir um eru klár er skírteinið pantað fyrir þig.

Sækja um ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn