Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Æfingatími eða próftaka í vélahermi

Vinnueftirlitið býður upp á kennslu í hermum fyrir vinnuvélar bæði til verklegrar próftöku og til verklegrar þjálfunar stjórnenda vinnuvéla.

Hingað til hafa verkleg próf eingöngu verið framkvæmd við misjafnar aðstæður á vinnustöðum þar sem vélarnar eru í notkun. Í hermunum er hins vegar hægt að prófa á samræmdan hátt með stöðluðum aðferðum og við öruggar aðstæður.

Hermarnir nýtast til að öðlast réttindi í kranaflokkum A, B og P og jarðvinnuvélaflokkum E, F, I og J.

Beiðni um æfingatíma eða próftöku í vélahermi