Hafskipulag
Skipulag í vinnslu
Grundvöllur fyrir gerð strandsvæðisskipulags er lagður í stefnu um skipulag haf- og strandsvæða sem sett er fram í landsskipulagsstefnu.
Landsskipulagsstefna mælir fyrir um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag. Í Þingsályktun um landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038, er í aðgerðaáætlun kveðið á um að hafin verði vinna við strandsvæðisskipulag fyrir Eyjafjörð og Skjálfanda. Nánar um aðgerðir og stefnu um skipulag haf- og strandsvæða.
Á þessari síðu mun gefast kostur á því að fylgjast með og taka þátt í vinnu við gerð strandsvæðisskipulags þegar hún hefst. Jafnframt verður hægt að fylgjast með framvindu verkefnanna, nálgast gögn og gera athugasemdir á kynningartíma í gegnum Skipulagsgátt.


Nálgast má almennar upplýsingar um umgjörð og ferli við mótun strandsvæðisskipulags undir Um skipulag haf- og strandsvæða.